Gátlisti fyrirtækja vegna inflúensufaraldurs (1)

Á vef SA má nálgast gátlista sem tekinn var saman fyrr á þessu ári af aðilum sem unnu að landsáætlun vegna viðbragða við alheimsinflúensu. Beinist listinn sérstaklega að fyrirtækjum og er ætlað styðja þau við gerð eigin viðbragðsáætlana vegna mannskæðra inflúensufaraldra og fyrirbyggja að rekstur fyrirtækja rofni vegna þeirra. Eitt tilfelli inflúensu A (H1N1) hefur verið staðfest hér á landi.

Á fundi sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar á föstudag var ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarstigi að svo komnu máli. Í dag kom síðan í ljós að sex einstaklingar sem grunur lék á að væru smitaðir væru það ekki. Á sameiginlegum fundi sóttvarnarlæknis og lögreglustjóra á landinu öllu í dag verða viðbúnaðaráætlun og tilheyrandi ráðstafanir vegna farsótta ræddar. Til fundarins var boðað áður en inflúensa A (H1N1) var staðfest hérlendis.

Sjá nánar:

Gátlisti fyrirtækja vegna inflúensufaraldurs (PDF)

Upplýsingar um inflúensuna á vef Landlæknisembættis