Vinnumarkaður - 

03. Mars 2005

Garðabær sker sig úr

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Garðabær sker sig úr

Í Garðabæ geta foreldrar valið um það hvenær börn þeirra fara í frí á leikskólum. Þeir geta því samræmt sumarfrí og vinnu án fyrirhafnar, en annars staðar getur það verið meira mál. Samtökum atvinnulífsins hafa borist fyrirspurnir frá aðildarfyrirtækjum um fyrirkomulag sumarlokana á leikskólum, enda þjónusta leikskólanna mikilvæg fyrir foreldra og atvinnu- líf. Sumarlokanir leikskóla mynda á mörgum vinnustöðum þrýsting í þá veru að foreldrar ungra barna komist í sumarfrí á þeim tíma sem leikskólarnir loka. Lokanirnar eru gjarnan á vinsælasta sumarleyfistímanum og fyrir vikið skapast sums staðar þrýstingur á annað starfsfólk, sem ekki er með börn á leikskóla, að óska ekki eftir sumarleyfi á sama tíma og leikskólarnir loka. Veldur þetta fyrirkomulag því sums staðar óánægju á vinnustöðum, að ógleymdu því óhagræði sem foreldrar leiksólabarnanna verða fyrir. Samtök atvinnulífsins könnuðu meðal stærstu sveitarfélaganna hvernig lokunum á leikskólum yrði háttað þetta sumarið og er samantekt um málið að finna hér að neðan.

Í Garðabæ geta foreldrar valið um það hvenær börn þeirra fara í frí á leikskólum. Þeir geta því samræmt sumarfrí og vinnu án fyrirhafnar, en annars staðar getur það verið meira mál. Samtökum atvinnulífsins hafa borist fyrirspurnir frá aðildarfyrirtækjum um fyrirkomulag sumarlokana á leikskólum, enda þjónusta leikskólanna mikilvæg fyrir foreldra og atvinnu- líf. Sumarlokanir leikskóla mynda á mörgum vinnustöðum þrýsting í þá veru að foreldrar ungra barna komist í sumarfrí á þeim tíma sem leikskólarnir loka. Lokanirnar eru gjarnan á vinsælasta sumarleyfistímanum og fyrir vikið skapast sums staðar þrýstingur á annað starfsfólk, sem ekki er með börn á leikskóla, að óska ekki eftir sumarleyfi á sama tíma og leikskólarnir loka. Veldur þetta fyrirkomulag því sums staðar óánægju á vinnustöðum, að ógleymdu því óhagræði sem foreldrar leiksólabarnanna verða fyrir. Samtök atvinnulífsins könnuðu meðal stærstu sveitarfélaganna hvernig lokunum á leikskólum yrði háttað þetta sumarið og er samantekt um málið að finna hér að neðan.

Engar lokanir í Garðabæ
Þegar horft er til 13 stærstu sveitarfélaga landsins kemur í ljós að lokanir þeirra á leikskólum eru mjög mismunandi. Garðabær sker sig úr, en þar verða engar sumarlokanir á leikskólum. Foreldrum í Garðabæ er þó gert að taka fjögurra vikna frí fyrir börnin eins og almennt er gert ráð fyrir, en það þarf ekki að vera samfellt. Sveigjanleikinn í Garðabæ er því mun meiri en í hinum stærstu sveitarfélögunum þar sem þess er yfirleitt krafist að börn taki fjögurra vikna samfellt sumarfrí.

Ljóst er að sveitarfélög hafa verið að þreifa fyrir sér með fyrirkomulag á sumarlokunum á leikskólum síðastliðin ár, en þeim hefur reynst erfitt að finna fyrirkomulag sem sátt hefur náðst um. Sum sveitarfélög hafa reynt að loka ekki yfir sumarið, en hafa síðan horfið frá því. Í Reykjavík hafa til að mynda nokkrir leikskólar, sem reknir eru af Reykjavíkurborg, verið opnir yfir sumarið þar til nú, og á Akranesi var engum leikskólum lokað um tveggja ára skeið en frá því hefur verið horfið. Í Hafnarfirði verður einn leikskóli af fimmtán opinn í allt sumar þar sem börn geta fengið vistun, og það sama er uppi á teningnum í Mosfellsbæ. Í öðrum sveitarfélögum er foreldrum gefinn kostur á að flytja börn sín milli leikskóla eftir opnunartíma þeirra. Það er aðeins Garðabær sem heldur úti leikskólastarfi í öllum sínum leikskólum allt árið um kring, annars staðar er skólunum lokað, frá einni og upp í sex vikur.

Breytilegt milli ára
Víðast hvar er reynt að taka mið af því að lokanir á leikskólum verði á þeim tíma, þegar það gagnist flestum, og eru foreldrar barnanna látnir kjósa um heppilegan lokunartíma. Þetta þýðir að lokunartíminn getur verið breytilegur milli ára og erfitt getur verið að ganga að því sem vísu fyrir foreldra og atvinnurekendur hvenær leikskólum verði lokað. Rétt er þó að taka fram að til dæmis í Hafnarfirði hafa bæjaryfirvöld farið þá leið að ákveða sumarlokanir á leikskólum þrjú ár fram í tímann til að auðvelda foreldrum að skipuleggja sumarfrí sitt. Í stærstu sveitarfélögunum loka fyrstu leikskólarnir 6. júní og þeir síðustu opna 16. ágúst.

Hér getur að líta yfirlit um sumarlokanir leikskóla í 13 stærstu sveitarfélögum landsins.

Samtök atvinnulífsins