Gagnslaus og skaðleg gjaldeyrishöft

 "Gjaldeyrishöft eiga að vinna gegn veikingu krónunnar en það virkar ekkert frekar en að verðlagshöft virka til að halda niðri verðbólgu þannig að þetta er bara falleinkunn þeirra yfir sjálfum sér. Gjaldeyrishöft hafa hvergi virkað til að styðja við gengi gjaldmiðla, þeir vita það og það vita allir en samt komast þeir ekki út úr þeirri hugsun." Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson í viðtali við Vísi um þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankansað halda stýrivöxtum óbreyttum.

Í frétt Vísis segir:

Ennfremur segir Vilhjálmur að ef engum gjaldeyrishöftum hefði verið komið á fót á sínum tíma væri gengi krónunnar mun hærra en það er í dag.

"Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir svona dýfu með því að erlendir krónubréfaeigendur hefðu tekið við greiðslum fyrir kröfum sínum með skuldabréfum í evrum til langs tíma. Auk þess þyrftum við að vera með banka sem hafa aðgang að erlendu lánsfé sem ekki er til staðar í dag þannig að gjaldeyrishöftin eru gjörsamlega gagnslaus," sagði Vilhjálmur.

Og Vihjálmur heldur áfram:

"Samkvæmt stöðugleikasáttmálanum eiga vextirnir að vera komnir niður fyrir tveggja stafa tölu en við núverandi aðstæður safna bankarnir upp í enn frekari afskriftarhauga þar sem fyrirtækin standa ekki undir þeim vaxtakostnaði sem þau búa við".

Hann segist hafa talað lengi um það að vextirnir gætu alveg verið í einnrar stafa tölu og telur engar forsendur fyrir því að vextir hér séu hærri en í öðrum Evrópulöndum.

Frétt Vísis 2. júlí 2009