Efnahagsmál - 

24. Oktober 2005

Gæðavottun á launajöfnuð kynja?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gæðavottun á launajöfnuð kynja?

Í Fréttablaðinu í dag, á 30 ára afmæli kvennafrídagsins, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að það feli í sér sóun að mismuna konum og körlum með launagreiðslum og samtökin leggi áherslu á að fyrirtæki greiði laun á grundvelli frammistöðu og framlags. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, hefur sett fram hugmyndir um að taka upp sérstaka gæðavottun sem fyrirtæki geti nýtt sér til að sýna fram á að þau greiði konum og körlum jöfn laun. Ari segist aðspurður að það geti vel komið til greina að fara þá leið. "… má vel vera að ganga megi lengra í að beita aðferðum gæðastjórnunar á þessu sviði." Sjá Fréttablaðið 24.október.

Í Fréttablaðinu í dag, á 30 ára afmæli kvennafrídagsins, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að það feli í sér sóun að mismuna konum og körlum með launagreiðslum og samtökin leggi áherslu á að fyrirtæki greiði laun á grundvelli frammistöðu og framlags. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, hefur sett fram hugmyndir um að taka upp sérstaka gæðavottun sem fyrirtæki geti nýtt sér til að sýna fram á að þau greiði konum og körlum jöfn laun. Ari segist aðspurður að það geti vel komið til greina að fara þá leið. "… má vel vera að ganga megi lengra í að beita aðferðum gæðastjórnunar á þessu sviði." Sjá  Fréttablaðið 24.október.

Í stefnumörkun Samtaka atvinnulífsins á sviði jafnréttismála er sett fram sú skoðun að það sé mikilvægt hagsmunamál atvinnulífsins að konur og karlar eigi í reynd jafna möguleika til starfa, starfsþróunar og launa. Vinna þurfi markvisst að því að auka jöfnuð milli kvenna og karla í atvinnulífinu, meðal annars með því að endurskoða hefðir, venjur, viðhorf og vinnuaðferðir innan fyrirtækja. Greina þurfi  þá þætti í uppbyggingu samfélagsins sem sporni gegn jafnri atvinnuþátttöku karla og kvenna. Þá eigi launaákvarðanir að endurspegla starf, ábyrgð, vinnuframlag,   frammistöðu og hæfni viðkomandi starfsmanns. 

Sjá nánar Áherslur atvinnulífsins á sviði jafnréttismála.

Samtök atvinnulífsins