Fyrirtækjum heimilað að gera 2008 upp í erlendri mynt

Alþingi hefur samþykkt ný lög sem heimila fyrirtækjum að gera upp ársreikninga sína í erlendri mynt fyrir árið 2008. Félög geta sótt um heimild ársreikningaskrár til 30. desember  til færslu bókhalds og samningar ársreiknings í erlendum gjaldmiðli annars vegar vegna reikningsárs sem hefst 1. janúar 2008 eða síðar á því ári og hins vegar vegna reikningsársins sem hefst 1. janúar 2009. Fyrirtæki sem uppfylla skilyrði aljóðlega reikningsskilastaðalsins um annan starfrækslugjaldmiðil en íslenska krónu geta sótt um.

Í áliti meirihluta efnahags- og skattanefndar Alþingis segir að í núverandi efnahagsástandi gefi uppgjör í íslenskri mynt ekki glögga mynd af raunverulegri stöðu margra fyrirtækja og að huga verði að breytingum á skilyrðum 8. gr. ársreikningalaga. Enn fremur að ekki eigi að túlka umrædda lagagrein þrengra en alþjóðlegur reikningsskilastaðall gefi tilefni til.

Deloitte hefur tekið saman minnisblað um kosti og galla þess að færa bókhald fyrirtækja yfir í erlenda mynt. Það má nálgast hér að neðan.

Minnisblað Deloitte

Frumvarpið á vef Alþingis

Lögin hafa ekki verið birt

Álit efnahags- og skattanefndar