Fyrirtækjafundir með viðskiptafulltrúum VUR frá Peking

Petur Yang Li og Isis Cai, viðskiptafulltrúar í sendiráði Íslands í Peking, verða til viðtals við fyrirtæki sem óska eftir aðstoð sendiráðsins vegna viðskipta í umdæmislöndum þess; í Reykjavík 6. og 7. sept. og á Akureyri 8. sept. nk. Þeir sem óska eftir einkafundum með viðskiptafulltrúunum geta bókað fund hjá Útflutningsráði í síma 511 4000 eða með tölvupósti á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is.