Fyrirtæki og samfélagið: Sameiginlegur ávinningur

Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Samtök atvinnulífsins standa fyrir ráðstefnu á morgun, fimmtudaginn 23. janúar undir yfirskriftinni "Fyrirtæki og samfélagið: Sameiginlegur ávinningur". Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30-10. Þar munu stjórnendur fyrirtækja lýsa ávinningi og áskorunum við að innleiða ábyrga starfshætti.

Til máls taka:


- Kristján Gunnarsson, meðeigandi Kosmos & Kaos

- Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi

- Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans

- Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans

- Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar

- Hulda Hreiðarsdóttir, stofnandi og yfirhönnuður Fafu

Sigurborg Arnarsdóttir stjórnarformaður Festu og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA setja ráðstefnuna. Fundarstjóri er Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Auk þess verður tengsla- og markaðstorg í 30 mínútur fyrir og eftir ráðstefnuna þar sem ráðgjafar og þjónustaðilar á sviði samfélagsábyrgðar kynna starfsemi sína.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn SA og Festu er kr. 6.900, almennt gjald er 9.500.

SKRÁNING HÉR