Fyrirlestur Laffers um skattamál kominn á vefinn

Samtök atvinnulífsins efndu nýlega til hádegisfundar, í samstarfi við ýmsa aðila, með prófessor Arthur B. Laffer - einum kunnasta hagfræðingi heims. Fundurinn fór fram í Bókasal Þjóðmenningarhússins 16. nóvember en upptaka af erindi Laffers er nú komin á vefinn. Í afar líflegu erindi fjallaði hann um áhrif skattalækkana og skattahækkana á einstaklinga, fyrirtæki og þjóðfélög. Vísaði hann til reynslu Bandaríkjamanna í þeim efnum allt frá byrjun 20. aldar til dagsins í dag. Laffer vakti heimsathygli þegar hann setti fram þá kenningu á 8. áratug 20. aldar, að skatttekjur ríkisins þyrftu ekki að minnka, heldur gætu jafnvel aukist, þegar skattar væru lækkaðir.

Upptöku af erindi Laffers má nálgast á www.skattamal.is:

Smellið hér til að horfa á fyrirlestur Arthur B. Laffer

Sjá einnig:

Umfjöllun SA um erindi Laffers