Fundur um skuldamál fyrirtækja

Þriðjudaginn 22. mars standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja, Félag atvinnurekenda, efnahags- og viðskiptaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir upplýsingafundi um framvindu Beinu brautarinnar, samkomulags um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan bankakerfisins. Að auki gefst fundargestum færi á að ráðfæra sig við ýmis fyrirtæki sem veita ráðgjöf á þessu sviði. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík kl. 08:30-10:00.

Á fundinum munu taka til máls Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra, Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda auk fulltrúa þriggja fyrirtækja sem hafa nýtt sér úrræði Beinu brautarinnar. Þá munu fulltrúar bankanna taka þátt í pallborðsumræðum í lok fundar.

Þátttaka á fundinum er endurgjaldslaus.


Skráning fer fram á vef Viðskiptaráðs:

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU

Tengt efni:

Umfjöllun um Beinu brautina á vef SA