Fundur um samfélagsábyrgð fyrirtækja

Samtök atvinnulífsins bjóða til morgunverðarfundar um Global Compact S.Þ. í samvinnu við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, þriðjudaginn 13. nóvember á Hótel Natura kl. 8.30-10. Á fundinum munu fulltrúar fyrirtækja sem hafa skrifað undir Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, segja frá reynslu sinni og ræða mögulegan ávinning.

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður á Íslandi við Global Compact en um er að ræða eitt öflugasta framtakið á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar hleyptu verkefninu af stokkunum í júlí árið 2000 en um er að ræða 10 viðmið sem fyrirtæki setja sér að fara eftir. Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu geta notað Global Compact til að gera viðskiptavinum sínum, birgjum og opinberum aðilum grein fyrir samfélagsstefnu sinni. Aukin eftirspurn er eftir því að fyrirtæki geri opinberlega grein fyrir því hvernig þau sinna þessum málum í sínum rekstri.

Fundurinn fer fram í Þingsal 3 og er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8.

Dagskrá:


8.30 Setning fundar, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.

8.40 Össur - Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill.

9.00 Oddi - Stefán Hjaltalín, sölustjóri.

9.20 ÁTVR - Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri.

9.40 Pallborðsumræður undir stjórn Finns Sveinssonar sérfræðings hjá Landsbankanum

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

 

Tengt efni:

Vefur Global Compact S.Þ.

Norrænt tengslanet Global Compact

10 viðmið Global Compact