Fundur um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði – 7.des.

Lokafundur fundaraðar verkefnisstjórnar 50+ um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði verður haldinn á Grand Hótel – Hvammi, þann 7. desember, kl: 8:30-10:00. Jón Torfi Jónasson prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, fjallar um símenntun innan fyrirtækja. Þá munu Soffía Gísladóttir framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fjalla um símenntunaraðila og samspil framboðs og eftirspurnar. Umræður fara fram að loknum erindum. Fundurinn er öllum opinn og hægt er að kaupa morgunverð frá klukkan 8:00 á kr. 1.400.