Fundur SA um atvinnumál í Hörpu

Opinn fundur SA um atvinnumál fór fram í Hörpu í morgun. Um 200 stjórnendur mættu til leiks til að ræða tækifærin sem hægt er að nýta í íslensku atvinnulífi. Fjallað verður um efni fundarins hér á vef SA í dag.

Eftirfarandi aðilar stigu á stokk og ræddu möguleika Íslands.

Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður Sinnum, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Sigríður Heimisdóttir, iðnhönnuður, Kolbeinn Kolbeinsson, forstjóri Ístaks og Eva María Þórarinsdóttir Lange, eigandi og framkvæmdastjóri Pink Iceland lögðu fram sínar hugmyndir.

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA brá upp mynd af vinnumarkaðnum og Halldór Árnason, hagfræðingur hjá SA fjallaði um tækifæri á sviði menntamála.

Vilmundur Jósefsson, formaður SA stýrði fundi og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA fór yfir það sem þarf til að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum.