Fundur SA um afnám gjaldeyrishafta

Opinn fundur Samtaka atvinnulífsins um afnám gjaldeyrishaftanna fór fram í morgun fyrir fullum sal á Hilton Reykjavík Nordica og ljóst að mikill áhugi er á málinu innan íslensks atvinnulífs. Fjallað verður um fundinn hér á vef SA síðar í dag en Samtök atvinnulífsins telja það brýnasta hagsmunamál Íslendinga, að höftin verði afnumin sem fyrst þar sem þau valda þjóðinni sífellt meiri skaða. Áætlun SA, sem hefur verið birt á vef samtakanna, gerir ráð fyrir að gjaldeyrishöftin falli niður í árslok og ráðist verði í sérstakar mótvægisaðgerðir til að takmarka tjón skuldsettra heimila af hugsanlegu gengisfalli krónunnar.

Frummælendur á fundinum voru Árni Páll Árnason, alþingismaður, Ólöf Nordal alþingismaður, Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka stýrði fundi.

Tengt efni:

Áætlun SA um afnám gjaldeyrishafta - íslensk útgáfa (PDF)

Áætlun SA um afnám gjaldeyrishafta - ensk útgáfa (PDF)