Fundur SA og SVÞ um sameiningu samgöngustofnana

Samtök atvinnulífsins og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu efna til opins upplýsingafundar um fyrirhugaða sameiningu samgöngustofnana þriðjudaginn 1. júní í Húsi atvinnulífsins kl. 8:30-10:00. Fundurinn fer fram á 6. hæð og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið undirbýr nú sameiningu stofnana sem heyra undir ráðuneytið. Á fundi SA og SVÞ munu Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, Sigurður Örn Guðleifsson, lögfræðingur og Sigurður Helgason, ráðgjafi ráðuneytisins kynna fyrirhugaðar breytingar og áhrif þeirra á atvinnulífið.

Hús atvinnulífsins er við Borgartún 35 í Reykjavík.