Fundur SA á Húsavík hefst kl. 12

Fundaröð SA um atvinnumálin heldur áfram í dag. Á hádegi hefst fundur SA á Húsavík á veitingahúsinu Sölku. Fjallað verður um mikilvægi þess að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör þjóðarinnar. Bergþór Bjarnason, útibússtjóri Landsbankans veltir fyrir sér möguleikunum í atvinnulífinu. Þá munu Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA ræða um tækifærin sem eru til staðar í atvinnulífinu og hvað þurfi að gera til að árangur náist.

Smelltu hér til að skrá þig

Í morgun mættu um 60 manns úr atvinnulífinu á Akureyri til fundar SA í Hofi en næsti fundur verður á Egilsstöðum kl. 20 í kvöld. Á morgun verður fundað á Höfn og Selfossi og á Ísafirði á föstudaginn. Yfirlit funda og skráningu má nálgast hér að neðan.

Yfirlit funda SA