Vinnumarkaður - 

03. nóvember 2009

Fundir Samtaka atvinnulífsins um kjarasamninga og breytingar á ráðningarsamningum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fundir Samtaka atvinnulífsins um kjarasamninga og breytingar á ráðningarsamningum

Stjórn SA hefur ákveðið að ekki komi til uppsagnar kjarasamninga. Það þýðir að launabreytingar koma til framkvæmda frá 1. nóvember 2009 og 1. júní 2010. Á næstunni efna SA til upplýsingafunda fyrir félagsmenn þar sem verður farið yfir umsamdar breytingar á kjarasamningum og hvaða svigrúm atvinnurekendur hafa til að gera breytingar á launum og vinnufyrirkomulagi.

Stjórn SA hefur ákveðið að ekki komi til uppsagnar kjarasamninga. Það þýðir að launabreytingar koma  til framkvæmda frá  1. nóvember 2009 og 1. júní 2010. Á næstunni efna SA til upplýsingafunda fyrir félagsmenn þar sem verður farið yfir umsamdar breytingar á kjarasamningum og hvaða svigrúm atvinnurekendur hafa til að gera breytingar á launum og vinnufyrirkomulagi.  

Dagskrá:

  • Kjarasamningar SA og aðildarfélaga ASÍ með breytingum

  • Framkvæmd taxtahækkana og launaþróunartryggingar

  • Framkvæmd uppsagna / hópuppsagnir

  • Kröfur um upplýsingagjöf og samráð við trúnaðarmenn skv. lögum nr. 151/2006

  • Lækkun launa og hlutastörf

  • Atvinnuleysisbætur á móti hlutastörfum

  • Hugmyndir um hækkun tryggingagjalds

Yfirlit yfir upplýsingafundina er hér að neðan - fjöldi þátttakenda er takmarkaður á hverjum fundi. Fleiri fundum verður bætt við ef þörf krefur. 

Fundirnir í Reykjavík fara fram á 6. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 en einnig eru fyrirhugaðir fundir á Ísafirði 11. nóvember á Hótel Ísafirði og á Akureyri 17. nóvember á Hótel KEA. 

Smellið á viðkomandi fundartíma til að skrá þátttöku:

              Í Reykjavík:

  • Þriðjudaginn 10. nóv. kl. 9:00 - 11:30        Fullbókað - skráningu lokið.

  • Miðvikudaginn 11. nóv. kl. 9:00 - 11:30     Fullbókað - skráningu lokið.

  • Miðvikudaginn 11. nóv. kl. 13:30 - 16:00   Fullbókað - skráningu lokið.

  • Fimmtudaginn 12. nóv. kl. 13:30 - 16:00

        Fullbókað - skráningu lokið.

  • Miðvikudaginn 18. nóv. kl. 13:30 - 16:00

  • Fimmtudaginn 19. nóv. kl. 9:00 - 11:30      Fullbókað - skráningu lokið.

               Á Ísafirði:

             Á Akureyri:

Samtök atvinnulífsins