Fundir með viðskiptafulltrúum

Viðskiptafulltrúar Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins (VUR) verða á Íslandi dagana 28. nóvember til 1. desember næstkomandi. Viðskiptafulltrúarnir munu kynna sér verkefni íslenskra útflutningsfyrirtækja auk þess sem þeir verða til viðtals fyrir þau fyrirtæki sem sem leita markaðsrágjafar á umdæmissvæðum sendiráðanna og óska aðstoðar sendiráðanna í viðskiptamálum erlendis. Nauðsynlegt er að bóka viðtöl tímanlega. Nánari upplýsingar á vef Útflutningsráðs.