Fundaröð SA um Ísland - skráning stendur yfir

Samtök atvinnulífsins efna til fundaraðar um atvinnumálin á Íslandi næstu daga og vikur. Fjallað verður um mikilvægi þess að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör þjóðarinnar. Fundaröðin hefst í Vestmannaeyjum á mánudaginn.

Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA munu ræða um tækifærin sem eru til staðar í atvinnulífinu og  hvað þurfi að gera til að árangur náist. Auk þess munu stjórnendur fyrirtækja á hverjum stað taka þátt í umræðum auk fundarmanna.

Markmið fundanna er m.a. að leita eftir hugmyndum sem geta nýst við mótun sameiginlegrar atvinnustefnu með Alþýðusambandi Íslands eins og ákveðið var að ráðast í við endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í janúar. Í kjölfarið verður stefnan lögð fyrir stjórnmálaflokkanna og óskað eftir viðbrögðum þeirra.

Það er von SA að á næstu vikum verði grundvöllur lagður að víðtækri samvinnu stjórnmálamanna og samtaka á vinnumarkaði þar sem markmiðið verði að sækja fram, auka hagvöxt og bæta lífskjör.

Fundir SA eru öllum opnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan. Þátttakendur fá nýtt tímarit SA: Fleiri störf - betri störf.

Fundir og ræðumenn auk Vilmundar og Vilhjálms:

Vestmannaeyjar - mánudaginn 4. febrúar, kl. 12.00 í Ásgarði

Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja

Smelltu hér til að skrá þig

Sauðárkrókur - þriðjudaginn 5. febrúar, kl. 17.00 á Kaffi Krók

Jón E. Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK

Smelltu hér til að skrá þig

Akureyri - miðvikudaginn 6. febrúar, kl. 8.30-10 í Hofi.

Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds.

Smelltu hér til að skrá þig

Húsavík - miðvikudaginn 6. febrúar, kl. 12.00 á Veitingahúsinu Sölku.

Bergþór Bjarnason, útibússtjóri Landsbankans

Smelltu hér til að skrá þig

Egilsstaðir - miðvikudaginn 6. febrúar, kl. 20.00 á Hótel Héraði.

Auður Anna Ingólfsdóttir, hótelstjóri, Hótels Héraðs

Smelltu hér til að skrá þig

Höfn - fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 12.00 á Hótel Höfn

Guðmundur H. Gunnarsson, framleiðslustjóri, Skinney Þinganes

Smelltu hér til að skrá þig

Selfoss - fimmtudaginn 7. febrúar  á Hótel Selfossi kl. 20

Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks.

Smelltu hér til að skrá þig

Ísafjörður - föstudaginn 8. febrúar  á Hótel Ísafirði kl. 12

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Smelltu hér til að skrá þig

Fleiri fundir verða auglýstir síðar.