Fundaröð SA um Ísland hefst á Akureyri 24. nóvember

Áfram!

Samtök atvinnulífsins efna til fundaraðar um Ísland á næstu vikum undir yfirskriftinni Rjúfum kyrrstöðuna. Leiðir til betri lífskjara. Fyrsti fundurinn verður haldinn á Akureyri, fimmtudaginn 24. nóvember,  annar fundur verður á Húsavík sama dag og sá þriðji verður haldinn á Reyðarfirði föstudaginn 25. nóvember. Fundirnir eru öllum opnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA.

Formaður SA, Vilmundur Jósefsson, og framkvæmdastjóri SA, Vilhjálmur Egilsson,  munu kynna hugmyndir Samtaka atvinnulífsins um hvernig rjúfa má kyrrstöðuna á Íslandi og bæta lífskjörin auk þess að efna til umræðu um stöðu atvinnulífsins og leiðir út úr kreppunni.

Fundarmenn fá eintak af nýju riti SA en þar er m.a. fjallað um gjaldmiðilsmálin, brottflutning Íslendinga frá landinu í hálfa öld, leitina endalausu að stöðugleika í efnahagsmálum, þróun á vinnumarkaði, tækifæri til að draga úr atvinnuleysinu og auka samkeppnishæfni þjóðarinnar.

Fundaröð SA: Rjúfum kyrrstöðuna

Akureyri: Fimmtudaginn 24. nóvember í Hofi, kl. 8.30-10.

Smelltu til að skrá þig

Húsavík: Fimmtudaginn 24. nóvember á Veitingahúsinu Sölku kl. 12-14.

Smelltu til að skrá þig

Reyðarfirði: Föstudaginn 25. Nóvember á Fjarðahóteli kl. 12-14.

Smelltu til að skrá þig

Fleiri fundir víðar um Ísland verða auglýstir þegar nær dregur.

Samtök atvinnulífsins hvetja stjórnendur fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum til að mæta á fundinn ásamt áhugafólki um að rjúfa kyrrstöðuna á Íslandi og hefja nýja atvinnusókn. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir.

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs. Aðildarfyrirtæki SA eru um tvö þúsund talsins í margs konar rekstri. Innan SA er að finna allt frá einyrkjum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá félagsmönnum SA starfar um helmingur launamanna á almenna vinnumarkaðnum á Íslandi. Innan Samtaka atvinnulífsins eru átta aðildarfélög sem starfa á grunni atvinnugreina.