Frumvarp til jafnréttislaga verði endurskoðað

Endurskoða þarf frumvarp til jafnréttislaga sem nú liggur fyrir og er í opnu umsagnarferli. Þetta er mat Hrafnhildar Stefánsdóttur, yfirlögfræðings SA, en hún fjallaði um álitaefni varðandi frumvarpið á vinnuréttardegi Háskólans á Bifröst. Endurskoðunarnefnd jafnréttislaga samdi frumvarpið en Hrafnhildur fjallaði aðallega um jafnrétti og jöfn laun og hvaða áhrif jafnréttisreglur hafi á stjórnunarrétt atvinnurekenda samkvæmt frumvarpinu samanborið við skilgreiningar Evrópuréttar og dómaframkvæmd.

Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála stóð að vinnuréttardeginum föstudaginn 4. maí í samstarfi við Vinnuréttarfélag Íslands og lagadeild Háskólans á Bifröst. Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar, stýrði fundinum en fjöldi áhugaverðra fyrirlestra var fluttur á málþinginu.

Sjá nánar:

Glærur Hrafnhildar frá vinnuréttardegi

Glærur frummælenda má nálgast hér

Frumvarp endurskoðunarnefndar jafnréttislaga