Fríverslunarnet Íslands - hvað er framundan?

Þriðjudaginn 5. nóvember mun viðskiptasvið utanríkisráðuneytisins halda kynningu fyrir aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins og svara fyrirspurnum um mikilvæg viðskiptamál, fríverslunarviðræður og -samninga og aðra viðskiptasamninga. Sjónum verður fyrst og fremst beint að Norður-Ameríku, Kína og yfirstandandi fríverslunarviðræðum við Rússland, Indland og ríki í Asíu.

Frá utanríkisráðuneyti mæta Högni S. Kristjánsson ásamt sérfræðingum viðskiptasviðs, Bergdísi Ellertsdóttur og Ragnari G. Kristjánssyni.

Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 á 6. hæð kl. 8.30-10.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU