Framúrskarandi þjónusta með bros á vör

Fjórði hver Íslendingur á hinum almenna vinnumarkaði starfar við verslun og þjónustu en föstudaginn 25. mars efna Samtök atvinnulífsins og  SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu  til ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík um framúrskarandi þjónustu. Á ráðstefnunni mun André Wiringa frá ráðgjafafyrirtækinu Performance Solutions m.a. fjalla um það hvernig veita megi framúrskarandi þjónustu með því að beita FISH! hugmyndafræðinni sem vakið hefur heimsathygli.

Kynntu þér FISH!André mun segja frá því hvernig gera má vinnustaðinn áhugaverðari, skemmtilegri, arðsamari og árangursríkari um leið og viðskiptavinirnir eru hafðir í öndvegi. FISH! hugmyndafræðin hefur einnig verið notuð í skólakerfinu til að bæta starfsumhverfi kennara og nemenda.

Á ráðstefnu SA og SVÞ verður besta þjónustufyrirtæki ársins á Íslandi verðlaunað.

Ráðstefnan fer fram á Grand Hótel Reykjavík - Gullteig, föstudaginn 25. mars kl. 8.30-10.00. Skráning og morgunverður frá kl. 8.00.

Verð aðeins kr. 3.500 með morgunverði.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG!

FISH! hugmyndafræðin hefur orðið mörgum innblástur til að auka vinnugleði og bæta starfsárangur. Hún varð til hjá fisksölunum í Pike Place Fish í Seattle í Bandaríkjunum sem eru nú orðnir heimsfrægir fyrir rekstur sinn og jákvætt viðhorf til lífsins. Metsölubók um FISH! hefur komið út í íslenskri þýðingu Sölku (Fiskur!).

Tengt efni:

Upplýsingavefur um FISH!

FISH! á You Tube

Vefur Performance Solutions

Vefur Pike Place Fish