Framtíðarviðhorf Íslendinga kortlögð

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins verður haldinn þann 17. apríl næstkomandi á Hótel Nordica. Þar verður leitað svara við því hvert Íslendingar stefni. Á fundinum verður lögð fram viðamikil könnun Capacent Gallup fyrir SA um viðhorf þjóðarinnar til framtíðarinnar – auk þess sem fundargestir fá ritið Ísland 2050 - Hvert stefnum við? Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. Venjuleg aðalfundarstörf hefjast klukkan 13:00 en opin dagskrá hefst stundvíslega klukkan 14:00 og stendur til 16:30. Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.