Framtíðarsýn í starfsmenntun – málþing 12. maí

Föstudaginn 12. maí nk. verður félagsfundur Menntar haldinn samhliða málþingi Starfsmenntaráðs á Hótel Nordica. Yfirskriftin er Framtíðarsýn í starfsmenntun og fjallað verður um endurskipulagningu starfsnáms á Íslandi, stefnumótunarvinnu í stoðkerfi íslensks starfsmenntakerfis og kynnt dæmi um áhugaverð verkefni og framkvæmd. Rektor Tækniháskólans í Oulu í Finnlandi (sem oft er kölluð „Nokiatown“) segir frá samstarfi atvinnulífs og skóla þar og einnig verður kynnt fræðslustarf hjá Marel o.fl. Sjá nánar á vef Menntar.