Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu

Ráðgjafafyrirtækið The Boston Consulting Group hefur undanfarna mánuði unnið að rannsóknum á íslenskri ferðaþjónustu og er úttekt fyrirtækisins mikilvægt innlegg í þróun langtímastefnumótunar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þriðjudaginn 10. september mun fyrirtækið kynna niðurstöður sínar á ráðstefnu í Hörpu kl. 9-12.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, setur ráðstefnuna og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytur ávarp.

Þá munu fulltrúar The Boston Consulting Group fjalla um uppbyggingu áfangastaðar á heimsmælikvarða, stjórnskipulag, gjaldtöku og markhópa framtíðarinnar auk fjármögnunar ferðamannastaða.

Skráningargjald er 2.000 krónur - ráðstefnan fer fam á íslensku og ensku.+

Dagskrá og skráning er á www.icelandictourism.is

Eftirtalin fyrirtæki kostuðu verkefnið og höfðu frumkvæði að því: