Framkvæmdastjóri SA: Þurfum að gera miklu betur
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, kynnti rétt í þessu á opnum fundi í Hörpu helstu atriði nýs rits SA Rjúfum kyrrstöðuna. Leiðir til betri lífskjara. Kynningu Vilhjálms má nálgast á vef SA en þar sagði hann þjóðina hafa dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði og gera verði miklu betur á fjölmörgum sviðum til að endurheimta töpuð lífskjör. Vilhjálmur sagði leiðina út úr kreppunni vera færa og Íslendingar geti unnið sig út úr vandanum á 3-4 árum ef atvinnulífið fái að blómstra.

Vilhjálmur sagði þrjá kosti vera í gjaldmiðilsmálum Íslendinga, að halda krónunni, taka upp evru eða taka einhliða upp annan gjaldmiðil, t.d. danska krónu eða breska pundið. Vilhjálmur sagði ljóst að íslenska krónan hafi ekki verið fljótandi gjaldmiðill heldur sökkvandi.
Nánar verður fjallað um fundinn á vef SA í dag og næstu daga.
Tengt efni:
Kynning Vilhjálms Egilssonar á riti SA (PDF)
Tengt efni:
Nýtt rit SA: Rjúfum kyrrstöðuna. Leiðir til betri lífskjara (PDF)
Úr fjölmiðlum:
Hádegisfréttir RÚV: Rætt við Vilhjálm Egilsson
Kvöldfréttir RÚV: Rætt við Vilhjálm Egilsson
mbl.is: Gjaldeyrishöft til framtíðar með krónu
mbl.is: Hugsanlegt að taka upp danska krónu
mbl.is: Getum komist út úr kreppu á þremur árum
vb.is: Krónan áfram í viðjum hafta
vb.is: Ríkið á að losa sig við Landsbankann
mbl.is: Landsbankinn gæti greitt ríkinu 50 milljarða króna arð