Efnahagsmál - 

21. september 2011

Framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE: Ísland velkomið í ESB

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE: Ísland velkomið í ESB

Phillippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE ræddi um hagvaxtarhorfur í Evrópu, evruna og ESB á opnum morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins sl. föstudag. Hann fjallaði m.a. umsókn Íslands að ESB og sagði það að sjálfsögðu ákvörðun Íslendinga hvort þeir gangi inn en Ísland sé nú þegar mikilvægur þátttakandi á innri markaði Evrópu á fjölmörgum sviðum og hafi margt fram að færa, s.s. á sviði endurnýjanlegrar orku, sjávarútvegs, áliðnaðar og ferðaþjónustu.

Phillippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE ræddi um hagvaxtarhorfur í Evrópu, evruna og ESB á opnum morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins sl. föstudag. Hann fjallaði m.a. umsókn Íslands að ESB og sagði það að sjálfsögðu ákvörðun Íslendinga hvort þeir gangi inn en Ísland sé nú þegar mikilvægur þátttakandi á innri markaði Evrópu á fjölmörgum sviðum og hafi margt fram að færa, s.s. á sviði endurnýjanlegrar orku, sjávarútvegs, áliðnaðar og ferðaþjónustu.

De Buck sagði mikil tækifæri vera til staðar á innri markaðnum, ekki síst að aflokinni innleiðingu þjónustutilskipunar ESB, sem muni aflétta takmörkunum á þjónustuviðskiptum milli landa innan sambandsins. De Buck segir evrópska atvinnurekendur bjóða Íslendinga velkomna í ESB fari svo að þjóðin ákveði að ganga inn.

Í samtali við fréttastofu RÚV að afloknum fundi sagði de Buck íslensk fyrirtæki hafa hag af evrunni og ítrekaði að stækkunarferli ESB hafi gengið vel til þessa. Þannig hafi bæði ESB og þær þjóðir sem gengu inn notið þess. De Buck segir land eins og Ísland vel undirbúið til inngöngu í ESB en sambandið geti lært sitthvað af Íslandi, t.d. sé íslenskt hugarfar og drifkraftur til fyrirmyndar.

De Buck sagði á fundi SA og SI ljóst að mikil verkefni bíði þjóða ESB og brýnt sé að Grikkland, Portúgal, Ítalía og Spánn ráðist í umtalsverðar umbætur á sínum efnahag.  Íslendingar hafi haft að þessum málum nokkra reyslu en sýnt fram á að með því að bregðast rétt við sé hægt að koma efnahagslífinu af stað á nýjan leik.

Frá umræðum á fundi SA og SI

Nánar verður fjallað um umræður á fundinum á vef SA á morgun, fimmtudag, en að loknu erindi de Buck tóku Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður þátt í umræðum.

Tengt efni:

Ræða Philippe de Buck á fundi SA og SI 16. september 2011

Fréttastofa RÚV 17. september - smelltu til að hlusta

Fleiri fréttir af fundi SA og SI:

Nýsköpun lykillinn að öflugum hagvexti og bættum lífskjörum

Evran staðið fyrir sínu og verður ekki kennt um kreppuna

Framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE: Útflutningsdrifinn hagvöxtur og sköpun nýrra starfa lykilatriði

BUSINESSEUROPE eru stærstu samtök sinnar tegundar í Evrópu og málsvari yfir 20 milljón fyrirtækja sem flest eru lítil eða meðalstór. Aðild að BUSINESSEUROPE eiga 41 atvinnurekendasamtök frá 35 löndum, þar á meðal Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins.

Samtök atvinnulífsins