Fræðsluferð til Kasakstan

Útflutningsráð Íslands mun á árinu halda með viðskiptasendinefnd í fræðsluferð til Kasakstan. Dagskrá viðskiptasendinefnda Útflutningsráðs fyrir árið 2007 hefur nú verið mótuð og stefnan tekin á nýja og spennandi markaði. Viðskiptasendinefndir munu halda til Suður-Afríku, Indlands, Kína, Ungverjalands og Rúmeníu, Bandaríkjanna, Þýskalands, Norður-Englands og Brasilíu auk Kasakstan. Áhersla er lögð á að auka gæði viðskiptafunda fyrir þau fyrirtæki sem taka þátt og tengslum komið á milli fyrirtækja áður en fundirnir fara fram. Í Kasakstan og Brasilíu verður þó áhersla lögð á kynningar og heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir frekar en viðskiptafundi. Sjá nánar á vef Útflutningsráðs.