10. Júní 2022

Frábærir fundir með félagsmönnum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Frábærir fundir með félagsmönnum

Hringferð Samtaka atvinnulífsins hefur farið fram síðustu vikur, en nú þegar hafa starfsmenn Samtakanna heimsótt Borgarnes, Ísafjörð, Akureyri, Vestmannaeyjar, Selfoss, Egilsstaði, Reykjanesbæ og Reykjavík.

Tilgangur fundanna er að hitta félagsmenn og fara yfir stöðuna í efnahagsmálum og á vinnumarkaði auk þess að fá innlegg frá félagsmönnum í undirbúning kjaraviðræðna sem fram undan eru á árinu.

Auk þess hafa sérfræðingar Vinnumarkaðssviðs SA boðið upp á fræðslu þar sem farið er yfir ýmsa þætti er varða starfsmanna- og kjaramál.

Fundirnir hafa verið vel sóttir og greinilegt að félagsmönnum liggur mikið á hjarta er varðar umhverfi atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins munu halda áfram að eiga góð og öflug samskipti við félagsmenn í aðdraganda kjaraviðræðna, bæði með fundum og öðrum leiðum.

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, fer yfir stöðu efnahagsmála á fundi í Reykjanesbæ.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, opnar fund í Reykjavík.

Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir, hagfræðingur hjá SA, fer yfir stöðu efnahagsmála og ástandið á vinnumarkaði.

Samtök atvinnulífsins