Frá kreppu til þjóðarsáttar - Saga VSÍ 1934 til 1999

Út er komin bókin Frá kreppu til þjóðarsáttar - Saga Vinnuveitendasambands Íslands 1934 til 1999, skráð af Guðmundi Magnússyni sagnfræðingi. Í bókinni er starfssaga Vinnuveitendasambandsins rakin allt frá upphafi og þar til sambandið var lagt niður með stofnun Samtaka atvinnulífsins fyrir fimm árum. Guðmundur fjallar fyrstur sagnfræðinga um það hvernig kjarabaráttan hér á landi horfði við atvinnu-rekendum. Byggir höfundur verkið einkum á ítarlegri könnun frumheimilda um hugmyndir og starfshætti vinnuveitenda allt frá því á kreppuárunum.

Hafa þessi gögn ekki áður verið aðgengileg fræðimönnum. Er fjallað um efnið í samhengi við sögu íslenskra efnahagsmála og stjórnmála á tuttugustu öld. Skyggnst er um að tjaldabaki og ljósi varpað á afskipti stjórnvalda af vinnudeilum og samskipti forystumanna vinnuveitenda og verkalýðs-hreyfingar og ríkisstjórna í áranna rás. Megintilgangur verksins er að grafast fyrir um hver hafi orðið árangur af starfi Vinnuveitendasambandsins og hver áhrif þess voru á þjóðfélagsþróun hér á landi.

Bókin er 341 bls. að lengd, útgefin af Samtökum atvinnulífsins.