Frá höndum til hugar

Jóhannes Geir Sigurgeirsson kynnir lokaritgerð sína frá Bifröst á morgunfundi Samtaka atvinnulífsins föstudaginn 14. september frá kl. 8:30-10:00. Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins 6. hæð - í Borgartúni 35. Ritgerðin er lokaritgerð í framhaldsnámi í viðskiptum sem er 45 eininga nám sem samsvarar MA námi í hag- og viðskiptatengdum greinum. Ritgerðin ber nafnið Frá höndum til hugar - breytingar í íslensku atvinnulífi 1995 - 2005, möguleg þróun til 2015. Í ritgerðinni er fjallað um þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað í íslensku atvinnulífi 1995 - 2005. Staða Íslands sem þekkingar- og þjónustusamfélags er sett í alþjóðlegt samhengi og rýnt í þær miklu breytingar sem hafa orðið á íslenskum vinnumarkaði á örfáum árum.

Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA