Frá aðalfundi SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu

Aðalfundur SVÞ fór fram fimmtudaginn 15. mars undir yfirskriftinni "Af fingrum fram." Ítarlega er fjallað um fundinn á vef SVÞ en í ræðu Margrétar Kristmannsdóttur, sem var endurkjörinn formaður samtakanna, benti hún m.a. á að 25% starfsfólks á hinum almenna markaði vinni við verslun og þjónustu. "Fjórði hver launamaður sem ekki tilheyrir opinbera geiranum vinnur í okkar atvinnugrein - og af þeim 20.000 störfum sem skapa þarf hér á landi á komandi árum, mun stór hluti þurfa að koma frá okkar geira, ekki síst þjónustunni."

Margrét kom víða við í ræðu sinni, ræddi m.a. um vinnumarkaðinn, samskipti atvinnulífsins við stjórnvöld og nauðsynlegar breytingar á landbúnaðarkerfinu. Hún nefndi t.d. að tollar og vörugjöld sem ætlað er að verja landbúnaðinn hafi neikvæð áhrif á verslun á Íslandi sem flytjist að hluta úr landi þannig að bæði störf og skatttekjur tapist.

Margrét sagði ekki mikið hafa farið fyrir umræðu um að bæta þurfi aðstöðu og samkeppnishæfni verslunar og þjónustu á Íslandi en í niðurlagi ræðu sinnar sagði hún að verslun og þjónusta sætti sig ekki lengur við að vera afgangsstærð þegar komi að atvinnumálum þjóðarinnar. Jafna þurfi aðstöðumun ólíkra atvinnugreina.

Sjá nánar á vef SVÞ