Forstjóri HB Granda í Rödd atvinnulífsins

Annar umræðuþáttur  SA um íslenskt atvinnulíf verður sendur út á vef SA kl. 17-18 í dag. Framleiðsla, verðmætasköpun og sköpun nýrra starfa verður í brennidepli. Meðal gesta í Rödd atvinnulífsins verður Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, sem ræðir um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs um þessar mundir.

Í þættinum í dag verður ennfremur rætt um orkuframleiðslu og umræðu um orkumál við Gústaf Adolf Skúlason aðstoðarframkvæmdastjóra Samorku.

Ásbjörn Björgvinsson,  framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Ferðamála á Norðurlandi fjallar um margvísleg sóknarfæri í ferðaþjónustu.

Síðast en ekki síst verður rætt við Þóri N. Kjartansson, framkvæmdastjóra Víkurprjóns, en fyrirtækið annar ekki eftirspurn og það hefur aldrei verið meira að gera en einmitt nú. Ennfremur mun Þórir segja frá áætlunum um öfluga atvinnuuppbyggingu við Vík í Mýrdal sem hefur verið lengi í undirbúningi en gæti loks verið að komast á skrið eftir að kreppa skall á Íslandi.

Smellið á borðann hér að neðan til að hlusta á upptöku þáttarins 15. apríl.

Smelltu til að hlusta

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR UM AÐALFUND SA

Hægt er að hlusta á Útvarp Sögu um allt land á eftirfarandi tíðnum:

FM 99,4 - Höfuðborgarsvæðið
FM 92,1 - Akureyri og nágr.
FM 99,1 - Selfoss og nágr.
FM 93,7 - Skagafjörður
FM 101,0 - Ísafjörður
FM 104,7 - Vestmannaeyjar