Forskráningu efna og efnablanda að ljúka

Fyrir nokkru tók gildi hér á landi ný löggjöf ESB um efni og efnablöndur (REACH). Einfaldari reglur en ella gilda um þau efni og efnablöndur sem eru forskráð fyrir 1. desember nk. og forskráningin því afar mikilvæg. Aðeins örfá íslensk fyrirtæki höfðu nýtt sér forskráningu þann 1. nóvember.

Löggjöfin er mjög víðtæk og nær yfir nánast öll efni, hvort sem þau eru flokkuð sem hættuleg eða ekki. Eitt af meginákvæðum REACH er að skrá þarf öll efni sem framleidd eru eða flutt inn til landsins í meira magni en 1 tonn/ári hjá Efnastofnun Evrópu í Helsinki. Með innflutningi er átt við innflutningi frá löndum utan EES-svæðisins.  

Óskráð efni og efnablöndur er óheimilt að framleiða, setja á markað eða nota.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Samtaka iðnaðarins ( hér) og vef Umhverfisstofnunar (hér).