Formannskjör Samtaka atvinnulífsins 2017

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2017-2018 er hafin meðal aðildarfyrirtækja samtakanna.

Björgólfur Jóhannsson, formaður SA 2013-2017 og forstjóri Icelandair Group, gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

Kjörgengir til embættis formanns SA eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna.

Eyjólfur Árni Rafnsson gefur kost á sér sem nýr formaður SA.

Félagsmenn SA hafa fengið send lykilorð til að taka þátt í formannskjörinu. Hægt er að kjósa til kl. 16, miðvikudaginn 28. mars.

Félagsmenn SA geta kosið hér

Framkvæmd formannskjörs SA er í höndum Outcome-kannana. Fyrirspurnir og óskir um aðstoð sendist í tölvupósti á konnun@outcomekannanir.is.

undefined

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins verður haldinn miðvikudaginn 29. mars þar sem úrslit verða kynnt. Fundurinn fer fram í Hörpu í salnum Björtuloftum kl. 12-13.30 en Ársfundur atvinnulífsins 2017 fer fram í Hörpu sama dag kl. 14-16.