Formaður SA rær á ný mið

Þór Sigfússon, formaður SA, mun láta af störfum hjá Sjóvá en nýr forstjóri, Hörður Arnarson, var ráðinn í dag. Þór mun starfa við hlið Harðar um sinn við að leggja grunn að endurskipulagningu á rekstri félagsins. Hörður Arnarson, var áður forstjóri Marel Food Systems og er SA að góðu kunnur en hann gekk úr stjórn Samtaka atvinnulífsins í vor eftir að hafa setið þar um tveggja ára skeið.

Þór ákvað að láta af störfum í ljósi þess að miklar breytingar eru framundan hjá Sjóvá þar sem hann hefur verið  forstjóri frá árinu 2005. Þór mun á næstunni beita sér af auknum krafti á vettvangi atvinnulífsins til að bæta starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja.