Efnahagsmál - 

11. október 2001

Flytja starfsemi til landsins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Flytja starfsemi til landsins

Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., að fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar muni vafalaust þýða að fyrirtækið muni flytja starfsemi til Íslands. Hann bætir því við að líklega hafi allar raddir um að Össuri hf. væri best komið erlendis þagnað.

Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., að fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar muni vafalaust þýða að fyrirtækið muni flytja starfsemi til Íslands. Hann bætir því við að líklega hafi allar raddir um að Össuri hf. væri best komið erlendis þagnað.


"Skattaumhverfi hefur mikil áhrif á staðarval fyrirtækja en er ekki eini þátturinn sem skiptir máli. Margt annað er Íslandi óhagstætt, svo sem sveiflukennt hagkerfi, lítill heimamarkaður og gjaldmiðill sem er ógjaldgengur í utanlandsviðskiptum. Með þessum breytingum hefur þessi neikvæði aðstöðumunur, við að reka alþjóða fyrirtæki á Íslandi, minnkað verulega enda er Ísland komið í fremstu röð hvað varðar skattaumhverfi," segir Jón.


Sjá fréttina á Vísi.is.


 

Samtök atvinnulífsins