Fleiri störf - betri störf! Fundur SA um atvinnumálin í Hörpu 31. janúar

Stimplaðu þig inn á fund SA!

Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar í Hörpu, fimmtudaginn 31. janúar kl. 8.30-10. Þar verður fjallað um mikilvægi þess að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum. Bent verður á leiðir til að bæta lífskjör á Ísland umtalsvert en til að skapa sambærileg lífskjör og í nágrannaþjóðum okkar verður árlegur hagvöxtur að vera yfir 3,5% og verðbólga lág.

Ef það tekst að skapa 15.000 störf á næstu fimm árum nemur árlegur ávinningur samfélagsins um60 milljörðum króna og því til mikils að vinna! Fjölbreyttur hópur stjórnenda mun stíga á stokk á fundinum - skráning stendur nú yfir hér á vef SA.

Dagskrá kl. 8.30-10, fimmtudaginn 31. janúar, í Hörpu Silfurbergi.

Hugmyndir og tillögur:

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður Sinnum
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Sigríður Heimisdóttir, iðnhönnuður
Kolbeinn Kolbeinsson, forstjóri Ístaks
Eva María Þórarinsdóttir Lange, eigandi og framkvæmdastjóri Pink Iceland
Halldór Árnason, hagfræðingur hjá SA

Innskot úr íslensku atvinnulífi - í tærum og ferskum litum.

Fundarstjóri: Vilmundur Jósefsson, formaður SA

Samantekt: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA


Þátttakendur fá nýtt tímarit SA sem kemur út sama dag.Boðið verður upp á kraftmikla morgunhressingu frá kl. 8.

Smelltu hér til að skrá þig

Dagskrá fundarins (PDF)