Fleiri störf - betri störf!

Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar í Hörpu, fimmtudaginn 31. janúar kl. 8.30-10. Þar verður fjallað um mikilvægi þess að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum. Bent verður á leiðir til að bæta lífskjör á Ísland umtalsvert en til að skapa sambærileg lífskjör og í nágrannaþjóðum okkar verður árlegur hagvöxtur að vera yfir 3,5% og verðbólga lág.

Störfum fjölgar ekki nema umsvif í atvinnulífinu aukist en með markvissri sókn má vinna bug á núverandi atvinnuleysi og bjóða þeim Íslendingum störf sem fluttu af landi brott í kjölfar efnahagskreppunnar. Ef það tekst að skapa 15.000 störf á næstu fimm árum nemur árlegur ávinningur samfélagsins nærri eitt hundrað milljörðum króna!

Dagskrá fundarins verður auglýst á næstu dögum en þeir sem vilja tryggja sér sæti nú þegar í Silfurbergi og leggja SA lið í baráttunni fyrir öflugra og fjölbreyttara atvinnulífi geta skráð sig strax í dag!

Smelltu hér til að skrá þig