Fleiri konur í stjórnir fyrirtækja

Samtök atvinnulífsins vöktu á því athygli nýverið að lög um kynjakvóta í stjórnum stærri fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi taka gildi þann 1. september 2013. Samkvæmt upplýsingum KPMG ná lögin til 321 fyrirtækis og af þeim eru 152 sem uppfylla skilyrði laganna eða 47%. 169 fyrirtæki eða 53% þurfa að jafna kynjahlutföllin í stjórnum sínum og hafa til þess einn aðalfund. Fjöldi öflugra kvenna hefur gefið kost á sér til setu í stjórnum og má nálgast lista yfir stjórnarkonur hjá FKA - Félagi kvenna í atvinnurekstri og hjá Emblum - félagi MBA kvenna frá Háskólanum í Reykjavík.

Nú er að láta verkin tala en  samkvæmt úttekt KPMG vantar 202 konur í stjórnir fyrirtækjanna og 2 karlmenn.

Listi yfir stjórnarkonur - FKA

Listi yfir stjórnarkonur - Emblur

Öflugar FKA-konur bjóða fram krafta sína í stjórnir fyrirtækja.


Samtök atvinnulífsins hafa á undanförnum árum hvatt ítrekað til þess að fjölbreytni í forystusveit atvinnulífsins verði aukin, auk beinna aðgerða. SA hafa t.d. fjölgað konum markvisst í stjórnum þeirra lífeyrissjóða þar sem SA skipa stjórnarmenn  á undanförnum misserum. Konur eru nú 44% þeirra stjórnarmanna sem SA tilnefna í lífeyrissjóði. Aðeins vantar 1-2 konur í viðbót til að alveg jafnt kynjahlutfall náist meðal 25 fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í stjórnum sjóðanna. Það mun nást á næsta ári þegar 10 sæti koma til tilnefningar og lokaskrefið verður stigið til að jafna hlut kynjanna. Þá verða konur 12 eða 13 af 25 stjórnarmönnum SA, þ.e. annað hvort 48% eða 52%.

Tengt efni af vef SA:

47% fyrirtækja uppylla lög um kynjakvóta

Samtök atvinnulífsins fjölga konum í stjórnum lífeyrissjóða - mars 2012  

Fjölbreytni í forystu og góðir stjórnarhættir skipta máli mars 2012

Leiðbeiningar um stjónarhætti fyrirtækja

200 konur bjóða sig fram til stjórnarstarfa

Sýnum fjölbreytni í forystu - maí 2011

Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur

Fyrirmyndir í forystu atvinnulífsins - febrúar 2010

Samstarfssamningur samtaka í atvinnulífinu - maí 2009

Virkjum fjármagn kvenna - mars 2008

Virkjum kraft kvenna - janúar 2007