Fjölbreyttur hópur stjórnenda stígur á stokk í Hörpu

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um atvinnumálin í Hörpu fimmtudaginn 31. janúar . Fleiri störf - betri störf er yfirskrift fundarins sem fram fer í Silfurbergi kl. 8.30-10. Þar mun fjölbreyttur hópur stjórnenda stíga á stokk og fjalla um leiðir til að fjölga störfum á Íslandi og bæta kjör þjóðarinnar.

Kemur út 31. janúar!Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður Sinnum, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Sigríður Heimisdóttir, iðnhönnuður, Kolbeinn Kolbeinsson, forstjóri Ístaks og Eva María Þórarinsdóttir Lange, eigandi og framkvæmdastjóri Pink Iceland leggja fram sínar hugmyndir.

Þá mun Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA bregða upp mynd af vinnumarkaðnum og Halldór Árnason, hagfræðingur hjá SA mun fjalla um tækifæri á sviði menntamála.

Vilmundur Jósefsson, formaður SA stýrir fundi og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA fer yfir það sem þarf til að skapa fleiri og betri störf.

Mikill áhugi er á fundinum og ljóst að það verður fjölmennt í Hörpu en enn er hægt að bætast í hópinn.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Þátttakendur fá fyrstu eintök nýs tímarits SA sem kemur út sama dag. Þar er rætt við yfir 30 stjórnendur sem leggja til hráefni í uppskriftina að fleiri og betri störfum á Íslandi á næstu árum en leitað var eftir hugmyndum meðal allra félagsmanna SA. Í ritinu er einnig að finna snarpar greinar um efnahags- og vinnumarkaðsmál auk 12 tengdra sjónvarpsviðtala.

Fleiri störf - betri störf! Fundur SA um atvinnumálin í Hörpu 31. janúar

Yfirlit yfir viðtöl í tímariti SA:

Byggþarapasta, grilluð hrefna og ný störf