Fjölbreytt menntun á háskólastigi í boði 2009
Prisma er nýtt diplómanám sem Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa skipulagt í samvinnu við Reykjavíkur Akademíuna. Prisma er þverfaglegt nám sem kennt verður í febrúar og mars 2009 og er metið til 16 eininga (ECTS) á háskólastigi. Námið byggir á skapandi og gagnrýnni hugsun og nýtist þeim sem vilja efla færni sína og styrkja stöðu á vinnumarkaði. Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Listaháskólinn bjóða upp á grunnnám á háskólastigi um skapandi atvinnugreinar. Í Opna háskólanum í HR má kaupa menntun til að gefa í jólagjöf.
Nánari upplýsingar um Prisma má nálgast á vef Bifrastar
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Listaháskólinn bjóða upp á grunnnám á háskólastigi um skapandi atvinnugreinar. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á sérstöðu skapandi atvinnugreina og lista. Jafnframt verður framtíð skapandi atvinnugreina skoðuð í ljósi aukinnar alþjóðavæðingar - ekki síst í formi starfrænnar dreifingar.
Nánari upplýsingar á vef endurmenntunar HÍ
Í Opna háskólanum í HR er til sölu nýstárleg jólagjöf - gjafakort á nám í Opna háskólanum sem býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða og náms.
Háskólar landsins hafa auglýst að þeir taki inn nemendur um áramót í margskonar hefðbundið og nýskipulagt nám. Þeir sem heita sjálfum sér að sækja sér aukna menntun á nýju ári eiga þar um auðugan garð að gresja.