Efnahagsmál - 

30. ágúst 2001

Fjármálaráðuneytið: brýnt að lækka vexti og skatta á atvinnulífið

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fjármálaráðuneytið: brýnt að lækka vexti og skatta á atvinnulífið

Að mati fjármálaráðuneytisins styðja allar helstu vísbendingar um þróun efnahagsmála þá skoðun að verulega hafi dregið úr umsvifum í efnahagslífinu að undanförnu og að fremur séu horfur á samdrætti en þenslu á næstunni. Þetta kemur fram í fjr.is, vefriti ráðuneytisins. Þá telur ráðuneytið flest benda til þess að framundan sé tímabil hratt minnkandi verðbólgu og að sú aukna verðbólga sem gætt hafi á síðustu mánuðum hafi verið tímabundið verðbólguskot sem fyrst og fremst hafi mátt rekja til gengislækkunar krónunnar fremur en innlends eftirspurnarþrýstings. Að öllu samanlögðu er það mat ráðuneytisins að fremur sé ástæða til að óttast samdrátt í efnahagslífinu en ofþenslu. "Við þessar aðstæður hljóta megináherslur í hagstjórn að miða að því að bæta rekstrarskilyrði atvinnulífsins og stuðla þannig að auknum hagvexti og traustu efnahagsumhverfi. Annars vegar með lækkun vaxta. Hins vegar með lækkun skatta", segir í vefriti fjármálaráðuneytisins (pdf-snið).

Að mati fjármálaráðuneytisins styðja allar helstu vísbendingar um þróun efnahagsmála þá skoðun að verulega hafi dregið úr umsvifum í efnahagslífinu að undanförnu og að fremur séu horfur á samdrætti en þenslu á næstunni. Þetta kemur fram í fjr.is, vefriti ráðuneytisins. Þá telur ráðuneytið flest benda til þess að framundan sé tímabil hratt minnkandi verðbólgu og að sú aukna verðbólga sem gætt hafi á síðustu mánuðum hafi verið tímabundið verðbólguskot sem fyrst og fremst hafi mátt rekja til gengislækkunar krónunnar fremur en innlends eftirspurnarþrýstings. Að öllu samanlögðu er það mat ráðuneytisins að fremur sé ástæða til að óttast samdrátt í efnahagslífinu en ofþenslu. "Við þessar aðstæður hljóta megináherslur í hagstjórn að miða að því að bæta rekstrarskilyrði atvinnulífsins og stuðla þannig að auknum hagvexti og traustu efnahagsumhverfi. Annars vegar með lækkun vaxta. Hins vegar með lækkun skatta", segir í vefriti fjármálaráðuneytisins (pdf-snið).

Samtök atvinnulífsins