Fjármagn kvenna virkjað í fyrramálið

Karin Forseke

Það stefnir í mjög góða þátttöku á námstefnunni Virkjum fjármagn kvenna sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í fyrramálið frá kl. 8-12. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig hafi þeir ekki gert það nú þegar en námstefnan fer fram í stóra salnum á Nordica. Fjölbreytt dagskrá er á námstefnunni en meðal annarra stígur á stokk sænska athafnakonan Karin Forseke, en hún er fyrsta kona heims til að stýra fjárfestingarbanka og hefur áratugareynslu af fjármálamörkuðum á Norðurlöndunum, í Bretlandi og Bandaríkjunum. Karin er stjórnarmaður í breska fjármálaeftirlitinu (FSA) og situr m.a. í ráðgjafaráði fjármálamarkaðarins í Svíþjóð (Financial Markets Advisory Council).

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um námstefnuna

Smellið hér til að skrá þátttöku

Dagskrá námstefnunnar (PDF)