Fjárfestingartækifæri í Austur-Evrópu og Mið-Asíu

Stjórnendur og sérfræðingar frá Endurreisnar- og Þróunarbanka Evrópu, EBRD, eru fyrirlesarar á morgunverðarfundi sem haldinn verður á Radisson SAS Hótel Sögu, 27. október næstkomandi. Fjallað verður um fjárfestingartækifæri í Austur- Evrópu og Mið-Asíu, hlutverk EBRD, nýjustu þróun á sviði fjármála og þjónustu bankans á þessu svæði. Fjallað verður á fundinum um nýja fjárfestingar- og orkustefnu EBRD, þjónustu EBRD og aukinn virðisauka fyrirtækja. Tækifæri gefst  til viðræðna við fulltrúa bankans en að afloknum morgunverðarfundinum verða haldnir tveir vinnufundir, annars vegar um orkumál og hins vegar um fjármál atvinnulíf og hagþróun í EBDR löndum. Skráning og nánari upplýsingar á vef Útflutningsráðs.