Fjárauður kvenna eykst með ógnarhraða

Halla Tómasdóttir, starfandi stjórnarformaður Auðar Capital, hvatti konur til að fara fyrir fjármagni sínu á námstefnunni Virkjum fjármagn kvenna sem stendur yfir á Hótel Nordica. Í máli hennar kom fram að fjárauður kvenna um allan heim aukist með miklum hraða - mun meiri hraða en margir geri sér grein fyrir.  Nær helmingur fjármagns í hinum vestræna heimi sé nú í eigu kvenna og það fjármagn þurfi að virkja.  Vísaði Halla til nýlegrar skýrslu Economist fyrir Barcleys bankann, en hún sýnir að konur eigi um 48% af sparnaði í Bretlandi og að árið 2020 verði fleiri konur en karlar orðnir milljónamæringar í Bretlandi.