Fimm formenn: Tryggja þarf stöðugleika krónunnar

Samtök atvinnulífsins efndu til opins fundar í Hörpu fimmtudaginn 18. apríl þar sem formenn  Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sátu fyrir svörum í 90 mínútur um hvernig flokkanir ætla að örva atvinnulífið á næstu árum.

Eitt af lykilefnum fundarins var umræða um peningamál og gjaldeyrishöft. Þar var m.a. rætt um uppgjör þrotabúa föllnu bankanna og hvernig eignum þeirra verði ráðstafað. Einnig var rætt um mikilvægi aukins aga í hagstjórn, nauðsyn lægri verðbólgu og vaxta, afgangs á rekstri hins opinbera og lækkunar skulda þjóðarbúsins. Rætt var um umsóknina að ESB og hugsanlega upptöku evru en samstaða er um að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga næstu árin og því þurfi að tryggja stöðugleika hennar.

 

Hægt er að horfa á umræður formannanna um peningamál hér að neðan. Stutt myndskeið er í upphafi.

Lokaspurningin til formanna flokkanna var um afnám gjaldeyrishafta og uppgjör þrotabúa gömlu bankanna.

Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Steingrímsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tóku þátt í umræðunum sem Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI stýrði.

Tengt efni:

Samantekt frá fundi

Upptaka frá fundi í heild.