Fimm formenn: Svona ætla þau að ná stöðugleika

Samtök atvinnulífsins efndu til opins fundar í Hörpu fimmtudaginn 18. apríl þar sem formenn  Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sátu fyrir svörum í 90 mínútur um hvernig flokkanir ætla að örva atvinnulífið á næstu árum.

Í máli formannanna kom fram mikill vilji til samstarfs við atvinnulífið og aðila vinnumarkaðarins til að tryggja stöðugleika og bæta lífskjör almennings. Mikilvægir kjarasamningar séu framundan á vinnumarkaði en þeir megi ekki verða til þess að ný verðbólguskriða fari af stað. Verkefni stjórnmála og samningsaðila sé að auka aga við kjarasamningana og hagstjórn og vinna að sameiginlegri framtíðarsýn. Nokkur áherslumunur kom þó fram í væntingum formannanna til kjarasamninga og viðfangsefna þeirra.

Formaður SA, Björgólfur Jóhannsson, sagði í upphafi fundar samtökin reiðubúin til samstarfs við stjórnmálaflokkana og vilji leggja sitt af mörkum. "Málið snýst um atvinnupólitík sem felur í sér stöðugleika, samkeppnishæft rekstrarumhverfi, skynsamlega skattastefnu, áherslu á fjárfestingar og afnám gjaldeyrishaftanna."

Hægt er að horfa á umræður formannanna um stöðugleika hér að neðan. Stutt myndskeið er í upphafi.

Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Steingrímsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tóku þátt í umræðunum sem Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI stýrði.

 Stöðugleikinn

Tengt efni:


Samantekt frá fundi


Upptaka frá fundi í heild.


Ávarp formanns SA