Fimm formenn: Svona ætla þau að auka fjárfestingar

Samtök atvinnulífsins efndu til opins fundar í Hörpu fimmtudaginn 18. apríl þar sem formenn  Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sátu fyrir svörum í 90 mínútur um hvernig flokkanir ætla að örva atvinnulífið á næstu árum.

Í umræðunum kom fram að auka þurfi fjárfestingar á Íslandi og voru nefnd fjölmörg dæmi um hvernig það mætti gerast. Samkeppnishæft rekstrarumhverfi, afnám gjaldeyrishafta, hvati til nýsköpunar og pólitískur stöðugleiki hafi áhrif á vilja og getu til fjárfestinga. Umbóta sé þörf á þessum sviðum. Nýta þurfi orkuauðlindir landsins til hagsbóta fyrir landsmenn. Leggja þurfi áherslu á nýjar og skapandi greinar ásamt því að hvetja til nýsköpunar í rótgrónum fyrirtækjum.

Hægt er að horfa á umræður formannanna um fjárfestingar hér að neðan. Stutt myndskeið er í upphafi.


Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Steingrímsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tóku þátt í umræðunum sem Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI stýrði fyrir fullum sal.

Tengt efni:

Samantekt frá fundi

Upptaka frá fundi í heild.