Fimm formenn: Samstaða um að lækka tryggingagjaldið

Samtök atvinnulífsins efndu til opins fundar í Hörpu fimmtudaginn 18. apríl þar sem formenn  Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sátu fyrir svörum í 90 mínútur um hvernig flokkanir ætla að örva atvinnulífið á næstu árum.

Í umræðum um skattamál kom fram ríkur vilji til einföldunar skattkerfisins og samstarfs við atvinnulífið um breytingar. Algjör samstaða er meðal  formannanna um að lækka tryggingargjaldið. Flestir þeirra telja að endurskoða þurfi veiðigjöld sem leggjast nú með miklum þunga á útgerðarfyrirtæki, einkum á lítil og meðalstór fyrirtæki. Einnig kom fram vilji til að einfalda og lækka vörugjöld til hagsbóta fyrir heimilin.

Minnt var á að tryggja þurfi tekjur ríkis og sveitarfélaga og jafnframt að lækkun tiltekinna skatta þurfi ekki að lækka skatttekjur hins opinbera.

Hægt er að horfa á umræður formannanna um skatta hér að neðan. Stutt myndskeið er í upphafi.

Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Steingrímsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tóku þátt í umræðunum sem Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI stýrði.

Umræður skattar

  Tengt efni:

Samantekt frá fundi

Upptaka frá fundi í heild.